MBA nemendur frá HÍ heimsækja Kína

Þann 29. maí kom 43 manna hópur MBA nemenda frá Háskóla Íslands í 10 daga námsferð til Kína. Heimsóknin var skipulögð af prófessor Ingjaldi Hannibalssyni í samvinnu við sendiráð Íslands í Peking. Þetta er 5. námsferð íslenskra MBA útskriftarnemenda frá HÍ til Kína undir leiðsögn Ingjaldar frá árinu 2006. Að þessu sinni heimsækja nemendurnir ýmis leiðandi fyrirtæki í mismunandi greinum í Peking, Shanghai og Baoding. Myndirnar eru frá heimsókn hópsins til Great Wall bifreiðaverksmiðjanna og Juli samsteypunnar í Baoding fimmtudaginn 31. maí.

Video Gallery

View more videos