Kammertríó á tónleikaferð um Kína

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Flautuleikararnir Guðrún Birgisdóttir og Martial Nardeau eru nú á tveggja vikna tónleikaferðalagi um Kína ásamt píanóundirleikaranum Selmu Guðmundsdóttur. Fyrstu tónleikarnir fóru fram mánudaginn 14. Október í Sjangæ en þar munu þau leika aðra tónleika þann 16. Þaðan er ferðinni heitið til Huzhou, Hefei, Congqing, Changsha áður en ferðin endar í Peking þar sem þau munu halda þrenna tónleika. Síðustu tónleikarnir verða í Pekingháskóla erlendra fræða þann 28. og verða haldnir í samstarfi við skólann og sendiráðið.

Nýlega hófu 12 nemendur íslenskunám til BA prófs við skólann undir leiðsögn íslensks sendikennara, Eiríks Sturlu Ólafssonar. Fyrir var kínverskur sendikennari, Sóley Hekla Wang Shuhui. Er þetta annar hópurinn sem skólinn innritar með íslensku sem aðalfag en fyrri hópurinn útskrifaðist árið 2012.

Á tónleikunum þann 28. október verður hátíðarstund þegar gefin verða út dagbókardrög Jóhannesar úr Kötlum úr fyrstu Kínaferð íslenskrar menningarsendinefndar árið 1952. Með í þeirri för var Þórbergur Þórðarsson rithöfundur, Skúli Þórðarsson sagnfræðingur, Nanna Ólafsdóttir bæjarfulltrúi, Zophanías Jónsson verkamaður og  Ísleifur Högnason framkvæmdastjóri. Þau ferðuðust vítt og breitt um Kína er dagbók Jóhannesar er fróðleg heimild um þá stórborganlegu upplifun sem á daga þeirra dreif.  

 

 

 

Video Gallery

View more videos