Íslenskukennsla við Háskóla erlendra fræða í Peking

 
Íslenska er kennd sem aukafag við Háskóla erlendra fræða í Peking í vetur. Um fimmtán nemendur sækja tíma á laugardagsmorgnum og bæta þannig íslenskukunáttu við nám sitt en flestir þeirra hafa evrópsk tungumál sem aðalfag.
 
Í vor útskrifaðist fyrsti hópur nema sem hafði íslensku sem aðalfag frá skólanum. Það voru sextán nemendur sem í fjögur ár höfðu lært um íslensku og íslensk fræði.  Yfirkennarar þeirra voru Sóley Wang Shuhui og Gísli Hvanndal. Nemendurnir sem taka íslensku sem aukafag í vetur njóta leiðsagnar Sóleyjar sem er kínverskur meistaranemi í málvísindum.
 
Skólinn stefnir að því að taka inn nýjan hóp nema með íslensku sem aðalgrein næsta haust.  Stefnt er að því að tólf nemendur verði í þeim hópi.
 
Síðastliðinn laugardag heimsótti menningar- og viðskiptafulltrúi sendiráðsins, Hafliði Sævarsson, íslenskubekkinn og flutti stuttan fyrirlestur og aðstoðaði við kennslu. Nemendurnir voru afar áhugasamir um land og þjóð og spurðu fjölda spurninga um staðhætti á Íslandi. 
 
 
 

Video Gallery

View more videos