Íslenska karlalandsliðið í körfubolta spilar í Kunshan um þessa helgi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Íslenska karlalansliðinu mun spila á æfingamóti í Kunshan í Jiangsu héraði skammt frá Sjanghæ dagana 19.-21. júlí 2013.

Fyrsti leikur íslenska liðsins verður föstudaginn 19. júlí og sýnt verður beint frá honum á íþróttarás kínverska ríkissjónvarpsins, CCTV-5, og hefst leikurinn kl. 19:30 að staðartíma. Sendiráðið hefur ekki heimildir fyrir því að hinir leikir íslenska liðsins verði sýndir í kínversku sjónvarpi en þeir fara fram á laugardeginum og sunnudeginum.

Þetta er í þriðja sinn á átta árum sem íslenska landsliðið kemur til Kína til að spila landsleiki. Um fjögurra landa mót að ræða en auk Íslands og Kína verða lið Makedóníu og Svartfjallalands með í keppninni. Makedonía og Svartfjallaland eru að undirbúa sig fyrir lokakeppni Evrópukeppninnar sem fram fer í Slóveníu í september.

Íslenska landsliðið er þessa dagana að búa sig undir þátttöku í undankeppni Evrópukeppninnar sem hefst í byrjun ágúst. Þar verður leikið um eitt sæti á Eurobasket 2015 í Úkraínu. Ísland er í riðli með Rúmeníu og Búlgaríu.

Leikjadagskrá íslenska liðsins, staðsetning körfuknattleikshallarinnar í Kunshan og símanúmer fyrir miðakaup eru hér að neðan.

Föstudagur 19.júlí

19:30 ÍSLAND-Kína

 

Laugardagur 20.júlí

17:30 ÍSLAND-Svartfjallaland 

 

Sunnudagur 21.júlí

18:30 ÍSLAND-Makedonia

 

Venue:Kunshan Sports Center

ADDR: No 1519, Ma’anshan West Road, Kunshan City, Jiangsu Province, P. R. China

Tel: 86-512-57555230

Fax:86-512-57160028

kstyzx@163.com<mailto:kstyzx@163.com>

www.kssports.cn

Miðasala: 118114, 0512-57160978, 0512-51261777

 

(Myndin hér að ofan er af: Martini Hemannssyni sem fer með landsliðshópnum til Kína og er birt með leyfi KKÍ) 

Video Gallery

View more videos