Íslensk frímerki sýnd í Peking

Pósturinn tekur þátt í norrænum sýningarbási á alþjóðlegri frímerkja- og myntsýningu í Peking dagana 2.-4. nóvember 2012.  Á sýningunni eru íslensk frímerki til sýnis og sölu og markaðsfulltrúi Póstsins verður á staðnum til að útskýra sögu íslenskra frímerkja fyrir sýningargestum.  Sýningin var fyrst haldin árið 1995 og hin ýmsu kínversku samtök standa að baki henni, þ.á.m. Alþýðubanki Kína sem er kínverski seðlabankinn. Í fyrra heimsóttu 30.000 gestir sýninguna.

Video Gallery

View more videos