Íslensk ferðaþjónustufyriræki kynna starfsemi sína í Kína

Íslensk ferðamálafyrirtæki kynntu þjónustu sína í Hong Kong, Guangzhou og Tævan í vikunni. Fulltrúar frá Hotels of Iceland, Iceland Excursions, Icelandair og Iceland Travel áttu þar fundi með ferðaskrifstofum frá þessum svæðum. Við það tækifæri ávörpuðu Stefán Skjaldarsson, sendiherra Íslands í Kína, og Hulda Þórey Garðarsdóttir, kjörræðismaður í Hong Kong, gesti. Þáttaka í kynningunum var góð og tóku 25-40 fyrirtæki þátt í þeim á hverjum stað.

Í fyrra komu 14.000-16.000 ­kínverskir ferðamenn til Ísland og var það um 60% prósent aukning frá árinu áður.  Íslandsstofa annaðist undirbúning og framkvæmd með aðstoð sendiráðsins í Peking. 

Video Gallery

View more videos