Heimildamyndin GNARR á Nordox 2012

Norræna heimildamyndahátíðin Nordox mun sýna íslensku heimildamyndina GNARR í Peking, Shanghai og Guangzhou þetta árið. Þetta er í sjötta sinn sem hátíðin er haldin en hún hefur vaxið úr því að vera haldin í einni borg upphaflega yfir í að vera haldin í þremur stærstu borgum Kína og nær nú einnig til ljósmyndunar. Verkefnishópur í Peking annast skipuplag hátíðarinnar. Á hátíðinni eru heimildamyndir frá öllum Norðurlöndunum og viðfangsefni þeirra eru fjölbreytt. Frekari upplýsingar um hátiðina má finna netsíðunni: www.nordox.cn

GNARR verður sýnd a eftirfarandi tímum og stöðum

Peking: 27. október klukkan 19:00 í Ullens Center for Contemporary Art / 798 Art District, 4 Jiuxianqiao Lu, Chaoyang District, Beijing
Shanghai:10. nóvember klukkan 16:30 í Minsheng Art Museum / Bldg. F, 570 West Huaihai Rd., Changning District, Shanghai
Guangzhou: 2. desember klukkan 16:30 í Guangdong Times Museum / Times Rose Garden III, Huangbianbei Rd. Baiyun Ave., Guangzhou

Video Gallery

View more videos