Hallfríður Ólafsdóttir á rithöfundaþingi í Tianjin

Skáldaþing var haldið í Tianjin, hafnarborg Peking, dagana 22. til 27. september. Á meðal þátttakenda var Hallfríður Ólafsdóttir barnabókahöfundur og flautuleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þingið samanstóð af fjölda fyrirlestra, kynnisferða og annarra samkoma þar sem höfundar víðs vegar að úr heiminum komu og kynntu verk sín og fjölluðu um umhverfisvernd og hagræn áhrif menningar. Þingið var haldið á nýju svæði, Binhai New Area, sem verið er að byggja upp í Tianjin sem jafnan er kölluð hafnarborg Peking. Það var Rithöfundasamband Kína sem stóð að þinginu og Hallfríður sótti það með aðstoð íslenska rithöfundasambandins og sendiráðsins. Hallfríður er höfundur bókanna um músíkölsku músina Maxímús Músíkús sem myndskreyttar eru af Þórarni Má Baldurssyni, víóluleikara, sem einnig leikur með sinfóníunni. Bækurnar um Maxa koma út í kínverskri þýðingu á næsta ári á vegum bókaútgáfunnar Shanghai 99 Readers Culture.

 

 

 

Video Gallery

View more videos