Fyrsti ættleiðingahópurinn snýr aftur til Kína

Nýverið komu til Kína íslenskar fjölskyldur sem tíu árum áður ættleiddu kínverskar stúlkur frá Kína. Um var að ræða börn og foreldra úr fyrsta hópnum sem ættleiddi börn frá Kína árið 2002 en ferð þeirra þá var skipulögð af Íslenskri ættleiðingu og kínverskum ættleiðingaryfirvöldum. Tilgangur ferðarinnar var að kynna stúlkurnar, sem eru flestar að verða 11 ára um þessar mundir, betur fyrir hver annarri og uppruna sínum. Myndin hér að neðan er tekin af barnahópnum á Kínamúrnum.

Viðtal var tekið við nokkra ferðalanganna í Kastljósi og má nálgast það á heimasíðu RÚV:

http://ruv.is/sarpurinn/kastljos/23032012

og

http://ruv.is/sarpurinn/kastljos/11052012

 

 

Video Gallery

View more videos