Fyrirlestur hjá kvennasamtökunum í Hong Kong

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Sendiherra var meðal aðalræðumanna á tuttugu ára afmælisráðstefnu Hong Kong Fedaration of Women 30. maí en yfirskrift fundarins var "Searching for a New Dimension for Hong Kong Women". Samtökin voru stofnuð í aðdraganda fjórðu alþjóðlegu Kvennaráðstefnu SÞ sem haldin var í Peking 1995. Um 400 þátttakendur sóttu ráðstefnuna. Sendiherra gerði grein fyrir stöðu jafnréttismála á Íslandi, starfi og stefnu stjórnvalda og árangri af kvennabaráttu.  Erindi sitt kallaði sendiherra: "To accept the challenge - Reflections on women’s rights in Iceland, role models and global perspectives."
 
Kristín A. Árnadóttir sendiherra er önnur til vinstri á myndinni.
 
 
 
 
 

Video Gallery

View more videos