Félag kvenna í atvinnulífinu í Peking

Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) kom til Peking í gær til að kynna sér viðskiptatækifæri í Kína. Meðlimir í hópnum áttu í dag fundi með fjölda kínverska fyrirtækja. Hópurinn er fyrsta skipulagða viðskiptasendinefndin sem kemur til Kína sem er eingöngu skipuð konum. Fararstjóri hópsins er Jónína Bjartmarz.  Kristín A. Árnadóttir sendiherra tók á móti hópnum í morgun og stuttur kynningarfundur var haldin í húsakynnum sendiráðsins þar sem Ragnar Baldursson sendifulltrúi flutti fyrirlestur um samspil kínverskrar menningar og viðskiptalífs. Frá Kína heldur hópurinn til Malasíu þar sem fjölþjóðlegt kvennaþing (Global Summit of Women) mun fara fram dagana 6. til 8. júní.

Video Gallery

View more videos