Beijing International Travel Expo hófst í dag

Ferðamálasýningin Beijing International Travel Expo hófst í dag í nýrri ráðstefnuhöll Kína við hliðina á Olympíusvæðinu í Peking. Sýningin stendur í þrjá daga fram til 17. júní. 929 sýningaraðilar frá 80 löndum taka þátt á sýningunni og búist er við 100.000 gestum. Íslenska sendiráðið er með lítinn bás á sýningunni í samstarfi við Hotels of Iceland, sem er dótturfyrirtæki Foss- og Reykjavíkurhóteal, með stuðningi Íslandsstofu.

 

Video Gallery

View more videos