60% fjölgun kínverskra ferðamanna til Íslands

 

Samkvæmt upplýsingum Ferðamálastofu komu alls 14.036 kínverskir til Íslands árið 2012 samanborið við 8.784 árið áður. Upplýsingar Ferðamálastofu eru byggðar á yfirliti yfir brottfarir erlendra ferðamanna í frá Leifstöð. Þetta er 60% aukning á milli ára en árið 2011 nam fjölgun kínverskra ferðamanna um 70%. Óformleg rannsókn sendiráðsins sýnir að veruleg fjölgun varð á heimsóknum kínverskra ferðamanna til flestra Evrópulanda í fyrra en þó ekki eins mikil hlutfallslega og til Íslands. Þessa öra fjölgun kínverskra ferðamanna til Íslands er sérstakt afrek fyrir íslenska ferðaþjónustu í ljósi þess að ekki er flogið beint á milli Íslands og Kína. Kínverskir ferðamenn sem leggja leið sína til Íslands þurfa því að skipta um flugvél á leiðinni sem lengir ferðatímann töluvert. 
 
Kína er nú þriðji stærsti ferðamannamarkaður heims með tilliti til fjölda ferðamanna sem halda út fyrir landsteinana á eftir Bandaríkjunum og Þýskalandi. Taleb Rifal, aðalritari Ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðann spáir því að Kína verði helsta upprunaland alþjóðlegra ferðamanna innan 5-7 ára. Árið 2011 fóru 78 milljónir Kínverjar í ferðalög erlendis. Þar af lögðu um 4 milljónir leið sína til Evrópu en yfirgnæfandi meirihluti kínverskra ferðamanna heldur til áfangastaða í Asíu. 
 
 
 

Video Gallery

View more videos