Um aðalræðisskrifstofuna

Árið 1999 var opnuð aðalræðisskrifstofa í Winnipeg með útsendum diplómat. Frá 1942 og fram að þeim tíma var starfandi íslenskur heiðurskonsúll í Winnipeg frá 1942.

Eftirfarandi hafa gegnt starfi aðalræðismanns í Winnipeg. Svavar Gestsson, sendiherra 1999-2001, Eiður Guðnason, sendiherra 2001-2003, Kornelíus Sigmundsson, sendiherra 2003-2004, Atli Ásmundsson, aðalræðismaður 2004-2013, Hjálmar W. Hannesson sendiherra frá 2013-2016 og loks Þórður Bjarni Guðjónsson, aðalræðismaður frá 2016. Meginverkefni aðalræðisskrifstofunnar snúa að samfélagi fólks af íslenskum ættum, en fjölmennastir eru þeir í Manitoba og fylkjunum fyrir vestan, Saskatsewan, Alberta og British Columbia. Skrifstofan greiðir fyrir menningaratburðum, listum og fræðum og öðru sem má verða til að hjálpa áhugasömu fólki til að leggja rækt við sögu sína og menningararf.

Á hverju ári koma listamenn, fræðimenn og aðrir til að miðla þakklátum áheyrendum af þekkingu sinni og list.

Ræðisskrifstofan aðstoðar íslenska ríkisborgara og fyrirtæki í samskiptum við fyrirtæki og yfirvöld og dreifir upplýsingum og fróðleik um Ísland ásamt því að taka þátt í kynningum allskonar sem koma landi og þjóð til góða.

Heimilisfang:

One Wellington Crescent, suite 100, Winnipeg, Manitoba R3M 3Z2. - Sími: 1 (204) 284 1535

Opnunartími:

Mán-fös:
09:00 - 16:00

 


View Larger Map

Video Gallery

View more videos