Ökuskírteini

Umsóknir um endurnýjun ökuskírteinis

Hægt er að sækja um endurnýjun á íslensku ökuskírteini hjá aðalræðisskrifstofunni í Winnipeg.

Umsókninni þarf að fylgja svokallað kennispjald sem útvega þarf frá ríkislögreglustjóra. Nauðsynlegt er að hringja fyrst í aðalræðisskrifstofuna, gefa upp nafn og íslenska kennitölu og óska eftir að fá kennispjald útgefið.

Fylla þarf út umsókn á aðalræðisskrifstofunni, koma með eina mynd og greiða CAD 90 (innifalið er pósburðargjald) í reiðufé eða með ávísun sem stíluð er á Consulate General of Iceland in Winnipeg
Afgreiðslutími ökuskírteinis er um fjórar vikur.

Video Gallery

View more videos