YRSA SIGURÐARDÓTTIR Í KANADA 14. - 30. október 2015.

Rithöfundurinn vinsæli, Yrsa Sigurðardóttir, ferðast nú á milli staða í Kanada og kynnir nýjustu þýddu bókina sína, "The Undesired" ("Kuldi" á íslensku). Hún tekur/tók þátt í rithöfundahátíðum svo sem hér segir: Wordfest í Calgary, Alberta (16. - 19. okt.); Writers´ Fest í Vancouver, British Columbia (20. - 24. okt.); Writers´ Festival í Toronto, Ontario (25. -  30. október).

Yrsa kom til Winnipeg að kvöldi 14. þ.m. og um hádegið daginn eftir ræddi hún um rithöfundarferil sinn og kynnti nýjustu ensku bókar þýðinguna í hinni frægu verslun Tergesen í Gimli, í hjarta Nýja Íslands. Hún á greinilega marga aðdáendur þar og voru líflegar umræður á eftir yfir kaffisopa frá Lorna Tergesen. Myndin til vinstri er frá Tergesen búðinni, sem er eins og gömlu kaupfélögin voru og sýnir að hluta hinn einstaka sjarma verslunarinnar. Lorna var afar ánægð með heimsókn Yrsu, sem nú kom í Tergesen verslunina í annað sinn. Fyrra skiptið var 2008, en þá fór Yrsa víða um Norður Ameríku á vegum International Visits Program Þjóðræknisfélaganna í N. Ameríku.
Sama dag (15. okt.) var Yrsa svo í hinni margverðlaunuðu og frábæru bókabúð í Winnipeg, McNally Robinson Booksellers. Þar mættu yfir 130 manns og er hluti þess fjölda á myndinni til hægri þaðan. John Toewes, frá bókabúðinni kynnti Yrsu, HWH sagði nokkur orð og Yrsa kom sá og sigraði með afar húmorískri umfjöllun um rithöfundaferil sinn, störf að öðru leyti o.mfl. Var ekki síður gerður góður rómur að erindi hennar þarna en í Tergesen búðinni. Hún áritaði svo fjölda bóka og viðstaddir stöldruðu við og spjölluðu um upplifanir sínar af lestri bóka hennar. 

Með Yrsu í Kanadaferðinni er Donna Nopper, frá útgefendum bóka Yrsu í Kanada (Hachette Book Group Canada). Hún skipulagði ferðina að langmestu leyti.
Winnipeg 19. október 2015,
HWH

 

 

Video Gallery

View more videos