Vigdís Finnbogadóttir hlýtur tungumálaverðlaun Norðurlandanna 2013

Frú Vigdís Finnbogadóttir, hlaut í gær tungumálaverðlaun Norðurlandanna 2013 en þau voru afhent við hátíðlega athöfn í Osló. Vigdís er þekkt fyrir starf sitt í þágu tungumála og er velgjörðarsendiherra tungumála hjá Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). 

Árið 2001 var Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum komið á laggirnar. Stofnunin er rannsóknarstofnun sem starfar undir hatti Háskóla Íslands. Árið 2011 samþykkti UNESCO að ný Alþjóðleg tungumálamiðstöð stofnunarinnar myndi verða starfrækt undir formerkjum hennar.

Nánari upplýsingar um verðlaunin má finna á vef Norræna félagsins í Noregi

Video Gallery

View more videos