Staðarráðinn ritari á aðalræðisskrifstofu

Starf staðarráðins ritara við aðalræðisskrifstofuna í Winnipeg er laust til umsóknar. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. maí nk.

Ritari aðalræðisskrifstofunnar sinnir fjölbreyttum verkefnum, t.d. tölvuvinnslu, ritun bréfa, skjalavörslu og símsvörun. Um starfið og starfskjör fer samkvæmt kanadískum lögum og reglum.

Kröfur til umsækjenda:

  • Gilt dvalar- og atvinnuleyfi í Kanada.
  • Mjög góð kunnátta í ensku, bæði skrifuðu og töluðu máli. Kostur er að hafa kunnáttu í íslensku.
  • Haldgóð almenn menntun.
  • Reynsla af almennum skrifstofustörfum og bókhaldi er æskilegur kostur.
  • Góð tölvukunnátta.
  • Samskiptalipurð, frumkvæði, færni til að vinna sjálfstætt og góð framkoma.

 

Umsóknarfrestur er til og með 5. febrúar nk. Umsóknir skulu berast á netfangið umsokn@mfa.is, merkt „Staðarráðinn ritari 2013“.
Nánari upplýsingar veitir Atli Ásmundsson, aðalræðismaður í síma +1-204-284-1535. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Video Gallery

View more videos