Kosið um Icesave 9. apríl 2011

Samkvæmt fréttatilkynningu innanríkisráðuneytisins 25. febrúar s.l. mun þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave-lögin fara fram 9. apríl n.k.

Boðað er til þjóðaratkvæðagreiðslunnar í framhaldi af því að forseti Íslands synjaði hinn 20. febrúar s.l. að staðfesta frumvarp til laga um heimild til handa fjármálaráðherra um að ganga frá samningum um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta til breska og hollenska ríkisins, svokallaða Icesave-samninga.

Reiknað er með því að utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefjist eftir 16. mars n.k. hjá öllum sendiskrifstofum og ræðismönnum Íslands.

Frekari upplýsinga er að vænta síðar.

Fréttatilkynning innanríkisráðuneytisins varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu

Fréttatilkynning fjármálaráðuneytisins varðandi synjun forseta ÍslandsVideo Gallery

View more videos