Sendiherra kynnir fríverslunarsamning EFTA

Fyrsti fundurinn verður haldinn í Toronto þann 23. febrúar. Samningurinn hefur verið lengi í undirbúningi, en búist er við að hann gangi í gildi 1. júlí 2009. Samningurinn mun gefa ríkjunum samkeppnisforskot inn á markaði hvers annars.

Kanada og EFTA ríkin undirrituðu fríverslunarsamning þann 26. janúar 2008. Þetta er fyrsti fríverslunarsamningurinn sem Kanadamenn gera við evrópsk lönd og mun hann koma sér vel fyrir fyrirtæki í öllum löndunum fimm, þar sem hann dregur úr eða útrýmir tollum og gjöldum á fjölmörgum útflutningsvörum.

Video Gallery

View more videos