Óperan Grettir og íslensk jólasýning í Toronto í Kanada / Grettir, an Icelandic Saga, a chamber opera for young performers

Tuttugu manna hópur listamanna var kominn frá Íslandi til Toronto og vöktu hinir ungu og efnilegu söngvarar sérstaka athygli viðstaddra, sem klöppuðu þeim óspart lof í lófa. Gagnrýnandi dagblaðsins Globe and Mail, Ken Winters, fór viðurkenningarorðum um verkið og uppfærsluna, sem hann sagði leiftra af glettni ásamt góðum leik og söng hinna ungu flytjenda. Texti óperunnar er á ensku og taldi gagnrýnandinn til fyrirmyndar hversu vel honum var komið til skila og mættu kanadískir söngvarar læra af Íslendingunum í því efni. Sveinn Einarsson leikstýrir verkinu en hljómsveitarstjóri er Guðmundur Emilsson. Óperutextinn er eftir Böðvar Guðmundsson. Söngvararnir Regína Unnur Ólafsdóttir, sópran, Bragi Bergþórsson, tenór og Dóra Steinunn Ármannsdóttir, messósópran, voru í aðalhlutverkunum en auk þeirra komu fram tveir söngvarar aðrir, þeir Hugi Jónsson og Davíð Ingi Ragnarsson. Öll stunda þau framhaldsnám í söng heima og erlendis.

"Grettir" hefur ekki verið fluttur á Íslandi. Óperan var samin fyrir listahátíð ungs fólks, sem haldin var í Bayreuth 2004. Hún byggir á efni Grettissögu og er það Þorsteinn Drómundur, bróðir Grettis, sem segir frá þar sem hann er staddur í Konstantínópel til að hefna bróður síns en jafnframt kominn í kynni við hefðarkonu á staðnum. Er þá ekki að spyrja að leikslokum.

Undirbúningur heimsóknar óperuhópsins til Toronto hefur staðið lengi. Robert Aitken, tónlistarfrömuður og félagi Þorkels Sigurbjörnssonar, hefur unnið ötullega að henni í samvinnu við stofnunina New Music Concerts í borginni. Einnig kom sendiráð Íslands í Ottawa að málum ásamt ræðismönnunum í Toronto, þeim Gail Einarsson- McCleery og Jóni Ragnari Johnson. Að lokinni kvöldsýningu á óperunni buðu íslensku sendiherrahjónin í Kanada, Markús Örn Antonsson og Steinunn Ármannsdóttir, til móttöku í leikhúsinu.


GrettirGrettir, an Icelandic Saga, a chamber opera for young performers composed by Þorkell Sigurbjörnsson, visited Toronto January 8, in two performances at the Betty Oliphant Theatre. The performances were in English. The opera and the artists were very well received by the audience.

Ken Winters, art critic of the Globe and Mail, also praised the presentation and the singing and acting of the young performers. The opera was staged by Sveinn Einarsson and conducted by Guðmundur Emilsson to a libretto by Böðvar Guðmundsson. The leading roles were sung by Regína Unnur Ólafsdóttir, soprano, Bragi Bergþórsson, tenor and Dóra Steinunn Ármannsdóttir mezzo-soprano. Other roles were sung by Hugi Jónsson and Davíð Ingi Ragnarsson. All five operatic singers study opera singing in Iceland and abroad.

The opera, Grettir has never been performed in Iceland. The work was produced for the Young Artists Festival in Bayreuth, Germany in August 2004. The opera is based on the medieval Icelandic Saga of Grettir the Strong; the murdered poet-warrior and outlaw. Grettir's half-brother, Þorsteinn Drómundur, tells his brother's tale and sings his praises as he serves his sentence in prison in Istanbul, for the avenge murder for Grettir.

Preparations for the performance in Toronto have been long time underway. Robert Aitken promulgator of contemporary vanguard music has cooperated with the New Music Concerts foundation as well as the Embassy of Iceland in Ottawa and the Icelandic Consuls in Toronto, Mrs. Gail Einarsson-McCleery and Mr. Jón Ragnar Jónsson.

After the evening performance the Ambassador of Iceland, Markús Örn Antonsson and his wife, Steinunn Ármannsdóttir, hosted a reception at the theatre.

__________________________________________________

Þetta er annar íslenski menningarviðburðurinn í Toronto á skömmum tíma. Á aðventunni og fram til 8. janúar var haldin sýning í Spadina-minjasafninu í borginni, sem endurspeglaði jólahald á Íslandi fyrr á tímum. Við opnunina lék strengjasveit undir stjórn Ingunnar Hallgrímsdóttur, sellóleikara, íslenska tónlist en þau Margrét Björgvinsdóttir og Markús Örn Antonsson skýrðu frá jólahaldi á Íslandi að fornu og nýju. Þá var borinn fram íslenskur jólamatur, sem allir viðstaddir, hátt á annað hundrað gestir, kunnu greinilega vel að meta. Það var Íslendingafélagið í borginni, sem undirbjó sýninguna, meðal annars með því að reisa eftirlíkingu af baðstofu í íslenskum torfbæ. Var baðstofan búin ýmsum upprunalegum munum, sem fengnir voru að láni frá íslenska byggðasafninu í Gimli í Manitoba.

Á sunnudögum voru fluttar sérstakar dagskrár um tiltekið íslenskt jólaefni og vakti sagan af hinum þrettán íslensku jólasveinum mesta athygli og kátínu viðstaddra. Og þá ekki síður sjálf Grýla, sem blandaði geði við gestina. Spadina-safnið tengir dagskrá sína um jól- og áramót hátíðasiðum hjá erlendum þjóðum og var íslenska kynningin hin best sótta fram til þessa.
Í íslensku baðstofunni: Markús Örn Antonsson, sendiherra, og kona hans Steinunn Ármannsdóttir, ásamt Gail Einarsson-McCleery, ræðismanni Íslands í Toronto.

Í íslensku baðstofunni: Markús Örn Antonsson, sendiherra, og kona hans Steinunn Ármannsdóttir, ásamt Gail Einarsson-McCleery, ræðismanni Íslands í Toronto.

Video Gallery

View more videos