Kosningar - Sendiráð Íslands vekur athygli á breytingu á eftirfarandi lögum sem samþykkt voru á alþingi 3. mars 2009

Content Menu (Change Article)
Lög um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000, með síðari breytingum.

1. gr.

 Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:

    Þrátt fyrir ákvæði 2. gr. og 3. mgr. 27. gr. laganna skal umsókn um kosningarrétt skv. b- lið 2. mgr. 1. gr. sem berst Þjóðskrá í síðasta lagi 25. mars 2009 gilda frá dagsetningu bréfs hennar um að umsækjandi skuli tekinn á kjörskrá. Að öðru leyti fer um kosningarréttinn skv. 2. gr. laganna.

    Fullnægjandi umsókn um að verða tekinn á kjörskrá sem berst Þjóðskrá eftir 25. mars 2009 gildir frá 1. desember 2009.

    Umsókn um að verða tekinn á kjörskrá sem barst Þjóðskrá eftir 1. desember 2008 og var fullnægjandi skal nú gilda frá gildistöku þessa ákvæðis. Að öðru leyti fer um kosningarréttinn skv. 2. gr. laganna. Þjóðskrá tilkynnir umsækjanda þessa breytingu og hlutaðeigandi sveitarstjórn.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

3. gr.

    Lög þessi falla úr gildi 1. desember 2009.

Video Gallery

View more videos