Íslandsvinir í Ottawa efla félagsskap sinn

Aðalfundur í sendiherrabústaðnum

"Friends of Iceland" er ungur félagsskapur en félagsmönnum hefur farið ört fjölgandi og eru þeir nú að nálgast 60. Í Ottawa og nágrenni er nokkuð um fólk af vestur-íslenzkum ættum, sem gengið hefur til liðs við félagið en Kanadamenn, sem hafa tengsl við Ísland af ýmsum ástæðum, m.a. vegna starfa sinna, eru einnig í félaginu. Á aðalfundinum flutti sendiherrann ávarp en Gerry Einarsson, formaður félagsins, gerði grein fyrir ársskýrslu stjórnar. Hefur félagið staðið að nokkrum samkomum sem hafa þótt takast einstaklega vel. Samkvæmt lögum félagsins gat fráfarandi formaður ekki gefið kost á sér til endurkjörs. Nýr formaður er Lou Howard, varaformaður Völundur Þorbjörnsson, ritari John Olson og gjaldkeri Roger Eyvindson Howard.Aðalfundurinn að störfum í sendiherrabústaðnum í Ottawa

 

 

Sjá nánar: www.hrafninn.wetcanvas.com 

 

Video Gallery

View more videos