Evrópumiðstöð Impru á Sjávarútvegssýningunni í Brussel

Dagana 22.- 24. apríl nk. verður sjávarútvegssýningin European Seafood Exposition og Seafood Processing Europe í Brussel. Í tengslum við sýninguna skipuleggur Evrópumiðstöð Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands svokölluð fyrirtækjastefnumót þar sem íslensk fyrirtæki geta sent inn prófíla um tækninýjungar í sjávarútvegi og fiskiðnaði. Þau fyrirtæki sem senda inn prófíla fá þá birta á gagnagrunni sem verður öllum þátttakendum sýningarinnar opinn. Þar er hægt að skrá sig á fundi með þeim fyrirtækjum sem þykja áhugaverð. Fyrirtækjastefnumótin eru kjörinn vettvangur til að ræða möguleika á samstarfi. Evrópumiðstöð aðstoðar við gerð prófíla og annað sem viðkemur skráningu þeirra.

Starfsmaður Evrópumiðstöðvar verður á fyrirtækjastefnumótinu og aðstoðar þau fyrirtæki er þess óska. Starfsmaðurinn getur einnig verið talsmaður þeirra fyrirtækja sem ekki ætla á sýningarnar en vilja engu að síður taka þátt í fyrirtækjastefnumótinu. Nauðsynlegt er að fyrirtæki láti vita hvers konar samstarfi þau leita eftir. Við hjá Evrópumiðstöð sjáum um að skrá þær upplýsingar í þar til gerðan gagnagrunn IRC.

Hafir þú áhuga á frekari upplýsingum um fyrirtækjastefnumótið eða almennan áhuga á að kanna möguleika á samstarfi við evrópsk fyrirtæki veitir Anna Lúðvíksdóttir verkefnisstjóri á Evrópumiðstöð frekari upplýsingar í síma 522 9268 eða með tölvupósti á anna@nmi.is

Heimasíða sýningarinnar.Video Gallery

View more videos