Borgaraþjónusta utanríkisþjónustunnar

Í ljósi atburða síðustu daga og vikna vill sendiráð Íslands í Belgíu og Lúxemborg koma eftifarandi tilkynningu á framfæri:

Íslenskir ríkisborgarar sem búsettir eru erlendis, ferðamenn, námsmenn og aðrir leita nú í auknu mæli til borgararþjónustu utanríkisráðuneytisins. Vill sendiráðið því benda Íslendingum á að leiðbeiningar fyrir íslenska ríkisborgara sem lenda í vanda eða neyð erlendis er að finna á vefsíðunni http://www.utanrikisraduneyti.is/

Á þeirri síðu er einnig að finna krækju á heimasíðu félagsmálaráðuneytisins sem hefur opnað þjónustuver fyrir Íslendinga http://felagsmalaraduneyti.is/upplysingar

Samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins næst í síma +354 545 9900, á skrifstofutíma vegna almennra mála en þess utan fæst samband við vakthafandi fulltrúa vegna neyðartilvika.

Þá er tekið fram að Íslendingar geta að sjálfsögðu leitað til sendiráðsins í Brussel og starfsfólks þess ef vandi steðjar að og hringt í síma +32 2 238 5000.Video Gallery

View more videos