Hryðjuverkaógn í Belgíu

Uppfært 20. apríl 2016

Viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaógnar í Belgíu er enn á 3. stigi, sem er næst hæsta stig. Það þýðir að alvarleg hætta er talin á hryðjuverkum. Ekki er vitað á þessari stundu hve lengi ástandið varir.

Almennar upplýsingar stjórnvalda til almennings

Sendiráðið er alfarið háð upplýsingum frá stjórnvöldum í Belgíu um stöðu mála og ráðgjöf til almennings. Ráðleggingar stjórnvalda eru eftirfarandi.

- Fólk er hvatt til að vera rólegt, sýna aðgát, fylgjast vel með fjölmiðlum og fara að tilmælum stjórnvalda.

- Það er landamæraeftirlit og sérstakar öryggisráðstafanir á lykilstöðum, svosem við helstu samgönguæðar.

Varðandi upplýsingar um gildandi viðbúnaðarstig og ráðleggingar stjórnvalda, er almenningi ráðlagt að kynna sér efni heimasíðu neyðarstjórnstöðvar Belgíu (www.crisiscentrum.be), á facebook www.facebook.com/crisiscenterbe  (efni á ensku) og twitter síðu þeirra @crisiscentrebe, fylgjast með fjölmiðlum og/eða hringja í síma 1771 - frá útlöndum +32 78 15 1771 (athugið að þetta er ekki neyðarnúmerið í Belgíu sem er 112).

Ef aðstoðar er þörf hafið samband við borgaraþjónustu utanríkisþjónustunnar í síma +354 545 9900.

Vakin athygli á að hægt er að skrá upplýsingar um ferðalög og dvalarstaði erlendis á heimasíðu utanríkisráðuneytisins – hér: https://www.utanrikisraduneyti.is/borgarathjonusta/skraning/

 

 

Video Gallery

View more videos