Yfirlit yfir EES-mál - janúar 2009

I. Löggjöf í undirbúningi

Breyting á tilskipun um akstur og hvíldartíma.

Þ. 30 janúar lagði framkvæmdastjórnin fram tillögu að breytingu á tilskipun nr. 2006/22 um flokkun brota á reglum um akstur og hvíldartíma eftir því hversu alvarleg þau eru. Samkvæmt tillögunni eru brot nú flokkuð í þrjá flokka, minni háttar brot, alvarleg brot og mjög alvarleg brot. Flokkun brotanna fer eftir hversu mikil áhrif þeirra er á umferðaröryggi. Tillögunni er ætlað að leiða til aukins samræmis.

http://ec.europa.eu/transport/road/social_provisions/social_provisions_en.htm

 

Tillaga framkvæmdastjórnar um stefnu í málefnum siglinga lögð fram til ársins 2018

Þ. 21 janúar sl. birti framkvæmdastjórnin tillögur sínar um stefnu í málefnum siglinga til ársins 2018. Tillögunum er ætlað að styðja við samkeppnishæfni sjóflutninga samanborið við flutninga á vegum og einnig stuðla að umhverfisvænni flutningum.  Voru af því tilefni m.a. kynntar tvær orðsendingar og minnisblað um stefnu í siglingamálum til ársins 2018.

http://europa.eu/rapid/pressReleasesAction.do?reference=IP/09/85&format=HTML&aged=0&language=EN&guiLanguage=en

http://europa.eu/rapid/pressReleasesAction.do?reference=IP/09/84&format=HTML&aged=0&language=EN&guiLanguage=en

http://europa.eu/rapid/pressReleasesAction.do?reference=MEMO/09/16&format=HTML&aged=0&language=EN&guiLanguage=en

http://europa.eu/rapid/pressReleasesAction.do?reference=IP/09/83&format=HTML&aged=0&language=EN&guiLanguage=en

 

Tillaga að nýjum reglum um breytingu á reglum um ökurita lögð fram

Þ. 21. janúar lagði framkvæmdastjórn ESB fram tillögu að breytingu á reglum um ökurita sem miða að því að koma í veg fyrir misnotkun kerfisins.  Að auki er lagt til að heimila ný tæki fyrir léttar bifreiðar sem uppfylla kröfur reglanna.

http://europa.eu/rapid/pressReleasesAction.do?reference=IP/09/80&format=HTML&aged=0&language=EN&guiLanguage=en

 

Ný reglugerð um hættuleg efni

Hinn 15. janúar sl. var staðfest ný reglugerð um hættuleg efni þar sem bætt er við um 600 efnum á listann yfir hættuleg efni sbr. tilskipun 67/548/ECC. Yfir 200 þessara efna falla undir CMR (carcinogenic, mutagenic or toxic) við endurframleiðslu en skv. REACH-reglugerðinni eiga öll slík efni að bera bundin leyfum áður en þau eru sett á markað.

http://eur-lex.europa.eu/LexUriServ/LexUriServ.do?uri=CELEX:32008R1272:EN:HTML

 

Skylda til útgáfu vegabréfa með fingraförum þeirra sem eru 12 ára og eldri

Evrópuþingið greiddi atkvæði og samþykkti 14. janúar 2009 breytingu á reglugerð um lífkenni í vegabréfum en um var að ræða málamiðlunartillögu milli þings og ráðs. Reglugerðin er þróun á Schengen-gerðunum og er Ísland því bundið af efni hennar. Frá og með 29. júní nk. er aðildarríkjum skylt að gefa út vegabréf með fingraförum þeirra sem eru 12 ára og eldri. Nauðsynlegar lagabreytingar hafa þegar verið gerðar á Íslandi en nánar verður kveðið á um hin nýju vegabréf í reglugerð.     

http://www.epped.eu/Press/showpr.asp?PRControlDocTypeID=1&PRControlID=8222&PRContentID=14260&PRContentLG=en

 

 II. Annað

Tékkar taka við formennsku í ráði ESB

Nú um áramóti tók Tékkland við formennsku í ráði ESB. Var af því tilefni opnuð heimasíða tékknesku formennskunnar þar sem m.a. má finna upplýsingar um helstu áherslur þeirra á formennskutímanum.

http://www.eu2009.cz/en/

 

Þingmenn í Evrópuþinginu kalla eftir alþjóðlegum samningi um hvalveiðar

Sjávarútvegsnefnd Evrópuþingsins hefur hvatt Evrópusambandið til þess að beita sér fyrir því að gerður verði alþjóðlegur samningur sem banni hvalveiðar, þar á meðal í vísindaskyni.

http://www.europarl.europa.eu/news/expert/infopress_page/033-46695-019-01-04-904-20090120IPR46694-19-01-2009-2009-false/default_nl.htm

 

Framkvæmdastjórn ESB kynnir tillögur vegna nýs loftslagssamnings

Framkvæmdastjórn ESB kynnti þann 28. janúar sl. orðsendingu varðandi samningaviðræður um alþjóðlegan samning um loftslagsaðgerðir sem fram fara í Kaupmannahöfn á þessu ári. http://ec.europa.eu/environment/climat/pdf/future_action/communication.pdf

http://europa.eu/rapid/pressReleasesAction.do?reference=IP/09/141&format=HTML&aged=0&language=EN&guiLanguage=en

 

Slóvakía tekur upp Evru.

Hinn 1. janúar sl. varð Slóvakía 16. ríki Evrópusambandsins til að taka upp Evru.

http://www.europeanvoice.com/article/2008/12/slovakia-euro-changeover-proceeding-smoothly-,-commission-says/63524.aspx

 

Verðbólga á niðurleið í Evrópusambandinu

Árleg verðbólga í Evrópusambandinu var 2,2% í desember 2008 samanborið við 2,8% í nóvember 2008 og 3.2% í desember árið 2007, skv. tölum Eurostat. Þá mældist verðbólga á Evrusvæðinu 1,1% í janúar 2009 samanborið við 1,6% í desember 2008. http://74.125.77.132/search?q=cache:KLxzfw43El8J:epp.eurostat.ec.europa.eu/pls/portal/docs/PAGE/PGP_PRD_CAT_PREREL/PGE_CAT_PREREL_YEAR_2009/PGE_CAT_PREREL_YEAR_2009_MONTH_01/2-15012009-EN-AP.PDF+eu+inflation+2009&hl=en&ct=clnk&cd=3&gl=uk

 

Framkvæmdastjórn ESB leggur til að Ahtisaari miðli málum vegna aðildarumsóknar Króatíu

Framkvæmdastjórn ESB hefur lagt til að myndaður verði hópur til að leysa deilur Króata og Slóvena um landamæri. Hefur Olli Rehn, stækkunarmálastjóri ESB af því tilefni átt samtal við Martti Ahtisaari, Nóbelsverðlaunahafa og fyrrverandi forseta Finnlands um að leiða hópinn. Slóvenar og Króatar hafa deilt um landamærin sl. 17 ár og er deilan nú orðin þröskuldur í vegi aðildarviðræðna Króata og Evrópusambandsins.

http://euobserver.com/15/27465

 

Gasdeilur Rússlands og Úkraínu.

Gasdeilur Rússa og Úkraínu settu öðru fremur svip sinn á starfsemi Evrópusambandsins í janúar. Aðgerðir Rússa sem fólust í því að loka fyrir gasflutninga hafa bitnað á nokkrum Evrópusambandsríkjum. Hinn 17. janúar 2009 var haldinn fundur milli Rússlands og Úkraínu í Moskvu til að reyna að leysa deiluna en fundinn sóttu einnig tékkneski orkumálaráðherrann, Martin Rímanm, og orkumálastjóri ESB, Andris Piebalgs. Nokkrum dögum síðar hafði Barroso á orði að hvorki væri hægt að treysta Rússum né Úkraínumönnum og viðraði möguleika á að grípa til lagalegra úrræða.

http://euobserver.com/9/27442/?rk=1

 

Þrjú ríki opna fyrir frjálsa för starfsmanna frá Búlgaríu og Rúmeníu

Grikkland, Spánn og Danmörk opnuðu nú um áramótin fyrir frjálsa för starfsmanna frá Búlgaríu og Rúmeníu. Nokkur Evrópusambandsríki munu þó halda takmörkunum á frjálsri för starfsmanna frá þessum ríkjum lengur eða sem svarar þremur árum til viðbótar (Írland, Bretland, Þýskaland, Austurríki, Lúxemborg, Holland og Belgía).

http://euobserver.com/851/27339

 

Tékkneski umhverfisráðherrann fjallar um formennskuáætlun í Evrópuþinginu.

Tékkneski umhverfisráðherrann, Martin Bursik, sem jafnframt er varaforsætisráðherra Tékklands, ávarpaði Evrópuþingið í Brussel 21. janúar sl. og svaraði spurningum um áherslur í umhverfismálum.  Fram kom að áherslan yrði á "orku- og loftslagspakkann" undir kjörorðinu  "Yes, we have to" en Obama hefur tileinkað sér "Yes we can".  Lagði hann áherslu á að Evrópa talaði einni röddu í málinu í tengslum við loftslagsfund Sameinuðu þjóðanna, COP 15, sem haldinn verður í Kaupmannahöfn í desember n.k. og í viðræðum við nýja stjórn í Bandaríkjunum. Meðal annarra forgangsmála eru tilskipun um verndun jarðvegs og ný IPPC tilskipun um mengunarvarnir í fyrirtækjum.

http://www.eu2009.cz/en/news-and-documents/press-releases/martin-bursik-introduced-euro-mps-to-environmental-priorities-of-the-presidency-6984/Video Gallery

View more videos