Yfirlit yfir EES-mál - febrúar 2009

I. Löggjöf í undirbúningi

Breyting á tilskipun um ársreikninga

Framkvæmdastjórnin lagði fram tillögu um breytingu á tilskipun um ársreikninga. Skv. tillögunni verður aðildarríkjunum gert kleift að undanþyggja smæstu fyrirtækin frá reikningsskilum. Tillögunni er ætlað að draga umtalsvert úr byrgðum smæstu fyrirtækjanna innan ESB.

http://europa.eu/rapid/pressReleasesAction.do?reference=IP/09/328&format=HTML&aged=0&language=EN&guiLanguage=en

Nýjar reglur í undirbúningi um fjármögnun á flugöryggi

Framkvæmdastjórnin lagði fram skýrslu 2. febrúar um fjármögnun flugöryggis þar sem m.a. kemur fram að ný löggjöf á þessu sviði er í undirbúningi. Markmiðið er að tryggja gagnsæi öryggisgjalda sem flugfélög og farþegar greiða og að fjárhæð þeirra fari ekki fram úr kostnaði við öryggisaðgerðir.

http://register.consilium.europa.eu/pdf/en/09/st06/st06074.en09.pdf

 

Tilskipanir sem ætlað er að koma í veg fyrir skattsvik

Framkvæmdastjórnin lagði fram tvær tillögur að tilskipunum sem ætlað er að bæta samvinnu skattayfirvalda í aðildarríkjunum við innheimtu skatta til að draga úr skattsvikum og undanfærslu undan skatti. Er tillögunum m.a. ætlað að koma í veg fyrir að aðildarríki misnoti reglur um bankaleynd sem fyrirslátt til að neita samvinnu við önnur ríki.

http://europa.eu/rapid/pressReleasesAction.do?reference=IP/09/201&format=HTML&aged=0&language=en&guiLanguage=en

 

Endurskoðun áætlunar um samgöngukerfi Evrópu (TEN-T verkefnið)

Birt var grænbók um endurskoðun áætlunar samgöngukerfis Evrópu og er hægt að skila inn umsögnum til 30. apríl n.k. Áætlunin tekur til nokkurra íslenskra vega. Í grænbókinni er velt upp spurningum um samgöngumál í pólitísku og efnahagslegu samhengi þ.m.t. umhverfismál samgangna, markmið um áframhaldandi hagvöxt, samgöngutengingar innan Evrópu og þátt samgangna í auknu hlutverki Evrópu í utanríkismálum. 

http://ec.europa.eu/transport/infrastructure/consultations/2009_04_30_ten_t_green_paper_en.htm

 

II. Annað

 

Leiðbeiningarreglur vegna  “eitraðra eigna” bankastofnana

Hinn 25. febrúar lagði framkvæmdastjórnin fram leiðbeiningarreglur fyrir aðildarríkin um hvernig meðhöndla skuli eignir sem líklegt er að bankar og fjármálastofnanir tapi (“toxic assets”). http://europa.eu/rapid/pressReleasesAction.do?reference=IP/09/322&format=HTML&aged=0&language=EN&guiLanguage=en

 

  

Evrópuþingið samþykkir skýrslu um orkustefnu ESB

Evrópuþingið samþykkti á fundi sínum 3. febrúar, skýrslu um endurskoðun á orkumálum ESB  “Second Strategic Energy Review”. Í skýrslunni er m.a. kallað eftir nýjum metnaðarfullum markmiðum fyrir árið 2050.

http://www.europarl.europa.eu/sides/getDoc.do?pubRef=-//EP//TEXT+REPORT+A6-2009-0013+0+DOC+XML+V0//EN

 

Skýrsla Larosiere-hópsins um fjármálamarkaðinn í Evrópu

Háttsettur vinnuhópur undir forystu Jacques de Larosiere, fyrrverandi framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, skilaði skýrslu til framkvæmdastjórnar ESB þann 25. febrúar þar sem settar eru fram tillögur um umbætur á regluverki og eftirliti með fjármálamörkuðum Evrópu, sem og um aukna alþjóðlega samvinnu.

http://ec.europa.eu/internal_market/finances/docs/de_larosiere_report_en.pdf

 

Aðgerðaráætlun ESB fyrir 2010

Framkvæmdastjórnin kynnti stefnumál sín og áherslur fyrir árið 2010 hinn 20. febrúar. Tekið er mið af því að ný framkvæmdastjórn tekur við árið 2010.

http://europa.eu/rapid/pressReleasesAction.do?reference=IP/09/277&format=HTML&aged=0&language=EN&guiLanguage=en

 

Stækkun ESB – 5 árum seinna

Framkvæmdastjórnin lagði fram í lok febrúar skýrslu þar sem farið er yfir þau fimm ár sem nú eru liðin frá stækkun ESB árið 2004 þegar tíu ný ríki urðu aðilar að sambandinu og frá árinu  2007 þegar tvö ný aðildarríki gengu inn. Farið er yfir efnahagslegan ávinning og áskoranir.

http://ec.europa.eu/economy_finance/publications/publication14091_en.pdf

 

Hvalveiðar.

Evrópuþingið samþykkti 19. febrúar með 626 atkvæðum gegn 12 skýrslu þar sem lagt er til að ráðið og aðildarríkin sem þátt taka í störfum Alþjóðahvalveiðiráðsins vinni að alþjóðlegu samkomulagi um bann við hvalveiðum þ.e. að bannið sem tók gildi 1986 nái yfir alla starfsemi er lýtur að hvalveiðum

http://www.europarl.europa.eu/sides/getDoc.do?type=REPORT&reference=A6-2009-0025&language=EN

 

Loftslagsmál og almannavarnir.

Framkvæmdastjórnin lagði fram tvær orðsendingar 23. febrúar fyrir þing og ráð varðandi hvernig brugðist skuli við hamförum sem tengjast loftslagsbreytingum.  Snýr það bæði að ESB löndunum sem og þróunarlöndunum og er aðgerðum skipt í tvo hluta.  

http://europa.eu/rapid/pressReleasesAction.do?reference=IP/09/303&format=HTML&aged=0&language=EN&guiLanguage=en

 Video Gallery

View more videos