Yfirlit yfir EES-mál - desember 2008

Desember 2008

 

I. Löggjöf í undirbúningi

Tilskipun um líffæragjöf

Framkvæmdastjórnin lagði í desember fram tillögu að tilskipun sem ætlað er að bæta gæði og öryggi við líffæragjöf og skipti á líffærum milli aðildarríkja ESB. Tillögunum fylgir aðgerðaráætlun.

http://europa.eu/rapid/pressReleasesAction.do?reference=IP/08/1907&format=HTML&aged=0&language=EN&guiLanguage=en

Endurskoðaður lyfjapakki

Framkvæmdastjórn ESB lagði fram tillögur að nýjum lyfjapakka 10. desember, sem samanstendur m.a. af orðsendingu um leiðir til að bæta markaðsaðgang lyfja og auka rannsóknir, tillögu að tilskipun sem ætlað er að hindra eftirlíkingu og ólöglega dreifingu lyfja, tillögum sem ætlað er að auka gæði upplýsinga til sjúklinga og tillögum sem ætlað er að styrkja eftirlit.

http://ec.europa.eu/enterprise/pharmaceuticals/pharmacos/pharmpack_en.htm.

Vinnutímatilskipunin

Evrópuþingið greiddi atkvæði um vinnutímatilskipunina 17. desember 2008. Þingið hafnaði því að nokkrar undantekningar yrðu á hinni s.k. 48. stunda vinnureglu. Þar sem ekki hefur náðst samkomulag milli þingsins og ráðherraráðsins fer tillagan til umfjöllunar í sáttanefnd.

http://www.euractiv.com/en/socialeurope/parliament-gives-working-time-opt-outs-red-card/article-178176

 

II. Samþykktar reglur

Orku- og loftlagspakkinn

Leiðtogar ESB ríkjanna náðu samkomulagi um svokallaðan orku- og loftlagspakka sem framkvæmdastjórn ESB lagði fram 23. janúar sl. um að draga úr losun gróðurhúsaloftteguda um 20%, að hlutdeild endurnýjanlegrar orku verði 20% af heildarorkunotkun og að nýting eldsneytis verði 20% meiri; allt á árinu 2020 miðað við árið 1990.  Evrópuþingið samþykkti tillögurnar fyrir sitt leyti 17. desember.

http://europa.eu/rapid/pressReleasesAction.do?reference=IP/08/1998

 III. Annað

Samstarf ESB við nágrannaríki í austri – Eastern Partnership

Framkvæmdastjórnin lagði fram 3. desember tillögur að auknu samstarfi við nágrannaríki ESB í austri, Armeníu, Azerbaijan, Hvítarússland, Georgíu, Moldovíu og Úkraínu. Fela þær í sér auknar pólitískar skuldbindingar ESB á þessu svæði og gert er ráð fyrir nýrri kynslóð samvinnusamninga, fríverslunarsamninga, samninga um afnám áritunarskyldu, ramma fyrir marghliða samvinnu og aukna fjárhagslega aðstoð við þessi ríki. Er stefnt að því að þessu verði komið af stað á leiðtogafundi í júní 2009

http://europa.eu/rapid/pressReleasesAction.do?reference=IP/08/1858&format=HTML&aged=0&language=EN&guiLanguage=en

 Leiðtogafundur ESB

Fundur leiðtoga ESB var haldinn í Brussel dagana 11. og 12. desember. Samkomulag náðist m.a. um orku- og loftlagspakkann, aðgerðir til að bregðast við efnahagskreppunni og samþykktu leiðtogarnir einnig að koma til móts við Íra að því er varðar Lissabonsamninginn fullgildi þeir samninginn.

http://www.consilium.europa.eu/ueDocs/cms_Data/docs/pressData/en/ec/104692.pdf

Sviss aðilar að Schengen svæðinu að hluta

Sviss varð 25. ríkið til að gerast aðili að Schengen svæðinu 12. desember s.l.  Landamæraeftirlit á landi hefur verið fellt niður milli Sviss og annarra Schengenríkja en landamæraeftirlit á flugvöllum verður fellt niður mars 2009.

http://www.consilium.europa.eu/ueDocs/cms_Data/docs/pressdata/en/jha/104584.pdf

Svartfjallaland sækir formlega um aðild að ESB

Forsætisráðherra Svartfjallalands lagði fram formlega umsókn um aðild að ESB 15. desember 2008.

http://www.euractiv.com/en/enlargement/montenegro-files-eu-membership-bid-france/article-178079

Samningaviðræður Króatíu og ESB um aðild að ESB

Snurða hljóp á þráðinn í samningaviðræðum Evrópusambandsins og Króatíu í desember þegar Slóvenar sögðust mundu koma í veg fyrir framhald samningaviðræðna um aðild nema landamæradeilur ríkjanna leystust. Um er að ræða deilu sem hefur staðið í langan tíma á milli Króatíu og Slóveníu. Snýst deilan m.a. um aðgang Slóvena að sjó og segja Slóvenar Króata gera ósanngjarna kröfu til þess hluta Adríahafsins sem sé nálægur slóvensku borginni Piran. Þar með geti slóvensk skip ekki átt greiðan aðgang að alþjóðlegum siglingaleiðum. Króatar hafa mótmælt þessu og líkt afstöðu Slóvena við fjárkúgun sem þeir geti aldrei fallist á. Þeir muni ekki skipta á landsvæði og aðild að ESB. Búast má við að Króatía geti orðið aðili að óbreyttu að ESB árið 2011.

http://euobserver.com/15/27314

 Video Gallery

View more videos