Viðskiptaráðherra heimsækir Lúxemborg og Brussel

Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, heimsótti Brussel og Lúxemburg, dagana 21. til 23. janúar s.l. Í ferðinni átti ráðherrann fundi með þremur framkvæmdastjórum Evrópusambandsins á fagsviðum stofnunarinnar, Neelie Kroes, framkvæmdastjóra á sviði samkeppnismála, Meglena Kuneva framkvæmdastjóra á sviði neytendamála og Charlie McCreevy framkvæmdastjóra á sviði innri markaðar og þjónustu.

Í framhaldi af fundi Björgvins með Neelie Kroes þáði hún boð hans um að koma til Íslands í júlí n.k. og taka þátt í ráðstefnu um samkeppnismál.

Þá tók ráðherrann þátt í morgunverðarfundi um stefnu ESB í neytendamálum og heimsótti skrifstofu EFTA og ESA í Brussel. Ennfremur heimsótti ráðherrann höfuðstöðvar íslenskra banka í Lúxemborg.

Heimsókninni lauk með óformlegum fundi í boði sendiherra Íslands með háttsettum embættismönnum og sérfræðingum á sviði gjaldmiðlamála.Video Gallery

View more videos