Viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaógnar í Brussel lækkað á 3. stig

Viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaógnar í Brussel hefur verið fært niður á 3. stig í stað 4. stigs áður. Viðbúnaðarstig 3 gildir því í allri Belgíu.

Þrátt fyrir þessa lækkun viðbúnaðarstigs er hætta enn talin alvarleg, þ.e. möguleg og líkleg, en hún er ekki lengur talin yfirvofandi. Fólk er hvatt til að sýna aðgát, fylgjast vel með fjölmiðlum og fara að tilmælum stjórnvalda.

Öryggisráðstafanir stjórnvalda eru eftirfarandi:

  • Lögregla og her er enn til staðar við öryggisgæslu í borginni.
  • Vegna stærri viðburða, verður framkvæmt sérstakt öryggismat í samvinnu löggæsluyfirvalda, stjórnstöðvar almannavarna og skipuleggjenda viðkomandi viðburða.
  • Frá og með 27. nóvember munu neðanjarðarlestir ganga samkvæmt áætlun.

Áfram verður hægt að hringja í gjaldfrjálsan upplýsingasíma almannavarna 1771 til að fá upplýsingar um öryggisráðstafanir og ef um er að ræða spurningar vegna viðburða sem menn hyggjast halda.

Varðandi upplýsingar um gildandi viðbúnaðarstig, er almenningi ráðlagt að kynna sér efni heimasíðu almannavarna í Belgíu (www.crisiscentrum.be), facebook og twitter síðu þeirra, fylgjast með fjölmiðlum og/eða hringja í síma 1771 (athugið að þetta er ekki neyðarnúmerið í Belgíu sem er 112). 

Mikilvægar tilkynningar stjórnvalda eru birtar á ensku á eftirfarandi síðu: http://www.belgium.be/en/

Minnt er á að þarfnist íslenskir ríkisborgarar neyðaraðstoðar utan opnunartíma sendiráðsins er neyðarsími utanríkisráðuneytisins (+354) 545 9900. 

Byggt á tilkynningu belgískra stjórnvalda.

Video Gallery

View more videos