Vegna áframhaldandi viðbúnaðarstigs í Brussel

Sendiráðið vekur athygli á að 4. viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaógnar er enn við líði í Brussel en 3. stig viðbúnaðar gildir fyrir aðra hluta landsins. Yfirvöld munu endurskoða hættumatið mánudaginn 30. nóvember nk.

Stjórnvöld hafa gefið út tilkynningu þess efnis að neðanjarðarlestum sé heimilt að ganga og verður kerfið opnað í skrefum í dag. Einnig eru almenningsskólar og alþjóðaskólarnir ISB og BSB opnir í dag. Öryggisgæsla á lestarstöðvum og við skóla verður meiri en vanalega.

Aðrar almenningssamgöngur, sporvagnar og strætisvagnar, ganga að hluta, sjá nánari upplýsingar: http://www.stib-mivb.be/index.htm?l=en.

Fólk er áfram hvatt til að sýna aðgát og forðast mannfjölda í samræmi við tilmæli stjórnvalda.

 

 

Fyrri upplýsingar vegna viðbúnaðarstigsins eiga enn við.

Video Gallery

View more videos