Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í sendiráðinu í Brussel vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs sem fer fram 20. október 2012 er hafin í sendiráðinu í Brussel og ræðismönnum í umdæmislöndum sendiráðsins en væntanlegum kjósendum er vinsamlegast bent á að hafa samband við ræðismenn áður en þeir koma til að kjósa.

Hægt er að kjósa í sendiráðinu alla virka daga milli 09:00 og 16:00

Hagnýtar upplýsingar um kosningarnar er að finna á vefsetrinu: www.kosning.is

Athygli kjósenda er enn fremur vakin á því að þeim ber sjálfum að póstleggja atkvæði sín eða koma þeim á annan hátt í tæka tíð til viðkomandi kjörstjórnar á Íslandi

Video Gallery

View more videos