Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefur hafist í Sendiráði Íslands í Brussel vegna Alþingiskosninga 25. apríl 2009. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands í umdæmislöndum sendiráðsins, samanber meðfylgjandi lista.

Gert er ráð fyrir að kjósendur kynni sér sjálfir hverjir eru í framboði og hvaða listabókstafir eru notaðir.  Hagnýtar upplýsingar um kosningarnar verður að finna á vefsetrinu: www.kosning.is. 

 

Athygli kjósenda er ennfremur vakin á því, að þeim ber sjálfum að póstleggja atkvæði sín eða koma þeim á annan hátt í tæka tíð til viðkomandi kjörstjórnar á Íslandi.Video Gallery

View more videos