Upplýsingakerfi um veður og sjólag kynnt fyrir ESB

Að beiðni framkvæmdastjórnar ESB kynnti Gísli Viggósson framkvæmdastjóri rannóknar og þróunar hjá Siglingastofnun Íslands upplýsingakerfi stofnunarinnar um veður og sjólag fyrir sérfræðinefnd ESB. Nefndin vinnur að málefnum er varða vöktun sjávar og gagnaöflun um ástand sjávar. Hún vinnur að  því að skrifa drög að orðsendingu um uppbyggingar þekkingargrunns um ástand sjávar sem framkvæmdastjórnin áformar að birta síðar á árinu eða í byrjun þess næsta.  Kynning Gísla vakti verðskuldaða athygli hjá nefndinni og bornar voru fram nokkrar spurningar að því loknu.  Formaður nefndarinnar sagði að hann taldi sig vera nokkuð heima í þessum fræðum, hefði farið víða til þess að kynna sér það nýjasta sem væri að gerast á þessu sviði en einhvern veginn hefði Ísland farið framhjá honum og hann hefði lært margt nýtt við kynningu Gísla sem kom skemmtilega á óvart.

Sérfræðinefndin var sett á laggirnar í samræmi við aðgerðaráætlun s.k. blábókar ESB sem kom fram eftir að búið var að fara yfir umsagnir grænbókarinnar um stefnu í málefnum hafsins.  Íslensk stjórnvöld sendu á sínum tíma, mitt ár 2007, umsögn um grænbókina.  Framkvæmdastjórn ESB hefur auk ráðherraráðsins unnið samkvæmt aðgerðaráætlun blábókarinnar en þar eru m.a. vinna við samþættingu og að aukni skilvirkni vöktunarkerfa sett í forgang. Vinnan fer fram í nokkrum nefndum en Íslandi var boðið að tilnefna fulltrúa í helstu sérfræðinefnd málsins þar sem  Guðríður M. Kristjánsdóttir, Sigurbergur Björnsson og Þóra Magnúsdóttir sitja og í nefnd hátt settra embættismanna þar sem Magnús Jóhannesson ráðuneytisstjóri situr.Video Gallery

View more videos