Undirritun samnings milli ríkisstjórna Íslands og Rúmeníu um endurviðtöku eigin ríkisborgara og útlendinga

Í dag, 4. október 2007, var undirritaður samningur milli ríkisstjórna Íslands og Rúmeníu um endurviðtöku eigin ríkisborgara og útlendinga. Með samningnum er kveðið á um skyldur hvors ríkis um sig til að taka við einstaklingum sem uppfylla ekki skilyrði um dvöl í hinu ríkinu og meðferð endurviðtökumála jafnframt einfölduð. Fór athöfnin fram í sendiráði Rúmeníu gagnvart Evrópusambandinu í Brussel, þar sem sendiherrar ríkjanna, Lazar Comanescu og Stefán Haukur Jóhannesson rituðu undir samninginn.

Video Gallery

View more videos