Þorrablót Íslandsfélagsins í Belgíu

Þorrablót Íslandsfélagsins í Belgíu verður haldið 03.02.2012. Líkt og undanfarin ár fer blótið fram í veislusalnum Le Bouche a Oreille, Felix Hap Straat 11, 1040 Brussel.

Að vanda verður boðið upp á vandaða dagskrá skemmtiatriða og ljúffengur þorramatur á borðum.  Hallgrímur Kristinsson annast veislustjórn en heiðursgestir verða Margrét Hauksdóttir og Guðni Ágústsson fyrrum alþingismaður og ráðherra.

Skráning fyrir miðum sendist á islandsfelag@gmail.com með nafni/nöfnum hlutaðeigandi. en skráningu lýkur föstudaginn 27.01.2012. Miðaverð er óbreytt frá seinasta ári, 60 € fyrir félagsmenn Íslandsfélagsins sem greytt hafa árgjald, 80€ fyrir námsmenn/starfsnema yngri en 30 ára en 110€ fyrir aðra.

Video Gallery

View more videos