Þjóðaratkvæðagreiðsla um gildi laga nr. 1/2010

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar 6. mars 2010 er hafin í sendiráði Íslands í Brussel. Greidd verða atkvæði um framtíðargildi laga nr. 1/2010 um breytingu á lögum nr. 96/2009 um ríkisábyrgð Tryggingasjóðs innistæðueigenda í tengslum við Icesave-reikningana svokölluðu. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands í umdæmislöndum sendiráðsins, sjá meðfylgjandi lista.

 

Hagnýtar upplýsingar um kosningarnar er að finna á vefsetrinu: www.kosning.is

Athygli kjósenda er vakin á því, að þeim ber sjálfum að annast og kosta sendingu atkvæðabréfs síns og tryggja þannig að það berist í tæka tíða til viðkomandi kjörstjórnar á Íslandi.Video Gallery

View more videos