Takmarkaður aðgangur að byggingu sendiráðsins 14.-15.03 nk.

Sendiráðið vekur athygli á því að tilkynnt hefur verið að leiðtogafundur verði á vegum ESB dagana 14.-15.03 nk. Lögregla hefur tilkynnt sendiráðinu að fyrirhugað öryggissvæði umhversis þær byggingar sem fundir munu fara fram nái til sendiráðsins og því verður aðgangur fyrir utanaðkomandi að sendiráðinu takmarkaður þessa tvo daga.

Í ljósi þess vill sendiráðið benda þeim einstaklingum sem hyggjast kjósa utan kjörfundar vegna alþingiskosninga á að ekki er hægt að trygga aðgang að sendiráðinu þessa daga.  Frekari upplýsingar í síma +32 (0)2 238 5000

Video Gallery

View more videos