Sýning á norrænu jólahaldi í Gaasbeek kastala dagana 16. og 17. desember

Á nokkrum undanförnum árum hefur verið efnt til sérstakra sýninga og viðburða skömmu fyrir jól og var Norðurlöndum að þessu sinni boðið að kynna jólahald sitt, bæði í nútíma og til forna.

Utandyra og innan er gert ráð fyrir dagskrá báða dagana og verða Lúsíu-göngur bæði frá Svíþjóð og Finnlandi, finnsk kammersveit mun leika, jólasveinn kemur frá Finnlandi ásamt fleiri atriðum. Munu íslensk börn taka lagið í kringum jólatré sunnudaginn 17. desember kl. 14 30. Hægt verður að kaupa norrænan mat og drykki auk þess sem leiðbeint verður um gerð jólaskrauts.

Gasbeek kastali er safn, sem einkum snýr að sögu hans og íbúa þar en einnig má segja að þar megi sjá sýnishorn af heimilishaldi fyrirfólks í Evrópu á liðnum öldum. Í fyrra og árið þar áður voru sýningar á evrópsku og rússnesku jólahaldi.

Sýningin verður laugardag og sunnudag 16. og 17. desember frá 14-18 og kostar 3 Evrur fyrir fullorðna en frítt fyrir börn undir sjö ára aldri. Nálgast má frekari upplýsingar í síma  02 531 01 30 eða á heimasíðu kastalans, kasteelvangaasbeek@vlaanderen.beVideo Gallery

View more videos