Stækkun EES og þátttaka EFTA ríkjanna í nýjum áætlunum ESB 2007-2013

Opnað hefur verið fyrir móttöku umsókna í flestum nýjum áætlunum ESB fyrir árin 2007-2013 og verður tekið á móti umsóknum næstu mánuði. Framkvæmdastjórn ESB hefur lýst því yfir að tekið verði á móti umsóknum frá aðilum í EFTA ríkjunum og þær metnar á sama grundvelli og umsóknir frá ESB ríkjunum.

EES EFTA ríkin Ísland, Liechtenstein og Noregur hafa um árabil tekið þátt með virkum hætti í áætlunum ESB á ýmsum sviðum, s.s. rannsóknum, menntun, nýsköpun, almannaheilsu, æsku, menningu, fjölmiðlun, samgöngum og almannavörnum.

Nýjar og í sumum tilvikum víðtækari áætlanir hafa nú tekið við á þessum sviðum. Nýju áætlanirnar eru opnar fyrir þátttöku EES EFTA ríkjanna í samræmi við EES-samninginn og eru drög að ákvörðunum þar sem kveðið er á um lagagrundvöll fyrir þátttöku EFTA ríkjanna nú til skoðunar hjá framkvæmdastjórn ESB. Stefnt er að því að þær verði samþykktar áður en fyrstu umsóknir verða teknar til skoðunar.

Á þessu stigi hefur það ekki áhrif á þátttöku EES EFTA ríkjanna í áætlununum að ekki hefur náðst samkomulag um stækkun Evrópska efnahagssvæðisins.

Einstaklingar, samtök, fyrirtæki og aðrir aðilar innan EFTA ríkjanna eru hvattir til að taka senda umsóknir.

Eftirfarandi áætlanir ESB hefjast árið 2007:

· 7th Framework Programme for Research and Technological Development - FP 7 (2007-2013)

· The Competitiveness and Innovation Programme - CIP (2007-2013)

· The Lifelong learning programme (2007-2013)

· Youth in action (2007-2013)

· Media (2007-2013)

· Public health (2007-2013)

· Consumer Protection (2007-2013)

· Culture 2007(2007-2013)

· Progress (2007-2013) (Employment and Social Solidarity)

· Fight against violence (Daphne) (2007-2013)

· Drugs prevention and information (2007-2013)

· Marco Polo II (2007-2013)

· SESAR programme (2007-2013)

Frekari upplýsingar um áætlanirnar er að finna á vefsíðu EFTA skrifstofunnarVideo Gallery

View more videos