Skýrsla um EES-samstarfið á sviðum menntamálaráðuneytis

Í skýrslu til menntamálaráðherra um um EES-samstarfið á sviðum menntamálaráðuneytis fyrir árið 2008 kemur fram að árangur af þátttöku í samstarfsáætlunum Evrópusambandsins árið 2008 er ágætur og hefur þátttakan aukist milli ára.

Helstu niðurstöður eru að í fyrra er áætlað að um 7100 Íslendingar hafi komið að ESB verkefnum. Erlendir þátttakendur á Íslandi voru yfir 800 talsins. Íslendingar tóku þátt í a.m.k. 240 samstarfsverkefnum og tæplega 400 manns tóku þátt í einstaklingsverkefnum eins og t.d. Erasmus stúdentaskiptum.. Samtals voru 12,2 millj. evrur veittar til Íslands árið 2008 frá ESB en aðildargjöldin voru 8 millj. evrur (á aðeins við þann hluta EES-samstarfsins sem snýr að menntamálaráðuneyti). Samstarfsáætlun um rannsóknir og þróun er lang stærst í krónum talin og svarar til um 70% útgjalda og tekna. Menntaáætlunin veitir hins vegar flestum möguleika á erlendu samstarfi. Menntamálaráðuneytið hefur tekið með virkum hætti þátt í stefnumótunarverkefnum ESB á sviði menntamála auk þess að vera með í ýmis konar samstarfi sérfræðinga. Sjá nánar skýrslu um EES-samstarfið árið 2008.Video Gallery

View more videos