Rond-Point Schuman lokað 18.-19. október nk. vegna leiðtogafundar ESB

Leiðtogafundur ESB verður haldinn dagana 18.-19. október nk. Sendráðið stendur innan afmarkaðs öryggissvæðis sem ákveðið er af lögreglu og því ekki hægt að tryggja að utanaðkomandi hljóti aðgang til að koma í sendiráðið þá daga vilji þeir kjósa utan kjörfundar vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs. Þeir sem vilja kjósa þessa daga verða því að hafa samband við sendiráðið svo kosning geti farið fram á öðrum stað, utan öryggissvæðisins.

Sendiráðið minnir á að kjósendum ber sjálfum að póstleggja atkvæði sín eða koma þeim á annan hátt í tæka tíð til viðkomandi kjörstjórnar á Íslandi.

Video Gallery

View more videos