Samningur um stækkun EES undirritaður

Samningur um þátttöku Rúmeníu og Búlgaríu á Evrópska Efnahagssvæðinu var undirritaður í Brussel 25. júlí s.l. Einnig var undirrituð fyrir Íslands hönd viðbótarbókun við fríverslunarsamning Efnahagsbandalags Evrópu og Lýðveldisins Íslands frá 1972 vegna aðildar Búlgaríu og Rúmeníu að Evrópusambandinu. Gert er ráð fyrir að fyrrnefnda samningurinn taki gildi til bráðabirgða frá 1. ágúst n.k. og viðbótarbókunin frá 1. september n.k.

Í viðbótarbókuninni er mælt fyrir um aukinn tollfrjálsan markaðsaðgang fyrir humar og karfa inn á markað ESB. Miðað við útflutning frá Íslandi til Evrópusambandsins á þessum tegundum má áætla að lækkun tolla nemi á ársgrundvelli allt að 70 milljónum króna.Video Gallery

View more videos