Samgönguráðherra í Brussel

Dagana 14-16 apríl var Kristjáns L. Möller, samgönguráðherra, á ferðinni í Brussel. Ráðherrann átti fundi með þremur framkvæmdastjórum Evrópusambandsins, Jacques Barrot varaforseta framkvæmdastjórnarinnar og framkvæmdastjóra fyrir orku- og samgöngumál, Danuta Hubner, framkvæmdastjóra á sviði byggðamála og Vivane Reding framkvæmdastjóra á sviði fjarskipta og upplýsingatækni.

Ráðherrann átti einnig fund með Mr. Stahl framkvæmdastjóra fyrir héraðanefnd ESB þar sem sveitarstjórnarmál voru rædd auk málefna er vaðar samvinnu ríkis og sveitarfélaga.

Í heimsókninni átti ráðherra jafnframt fund með sendiherra Íslands gagnvart Evrópusambandinu, Stefáni Hauki Jóhannessyni.  Þá var ráðherrann fulltrúi ríkisstjórnar Íslands við opnun seinni hluta viðamikillar Íslandskynningar sem fór fram í listamiðstöð Brusselborgar.

Kristján L. Möller samgönguráðherra átti einnig fund með EFTA og Eftirlitsstofnun EFTA þar sem ráðherrann fékk kynningu á starfsemi stofnananna auk þess sem hann ræddi helstu málefni er varðar samgönguráðuneytið.  Á fundinum voru m.a. reglur um akstur og hvíldartíma ræddur.  Ráðherrann afhenti við það tækifæri bréf ráðuneytisins þar sem óskað var eftir tilteknum undanþágum frá reglunum á Íslandi.

Heimsókninni lauk með heimsókn í Evrópuþingið þar sem ráðherrann hitti varaforseta þingsins, Diana Wallis auk Brian Simpson þingmanni sem á sæti í samgöngunefnd þingsins og Bilyana RAEVA formanni Íslandsnefndar þingsins.Video Gallery

View more videos