PROGRESS

Eins og kunnugt er kynnti framkvæmdastjórn ESB í júlí 2004 tillögu um nýja áætlun á sviði vinnu og félagsmála – PROGRESS 2007-2013. Megintilgangur áætlunarinnar er að styðja fjárhagslega við ýmis viðfangsefni á þeim sviðum vinnu og félagsmála sem Evrópusambandið leggur til að unnið verði að, en sú forgangsröðun birtist m.a. félagsmálastefnu sambandsins og tekur mið af Lissabonáætlun ESB.

Tillagan hefur verið til umfjöllunar í stofnunum Evrópusambandsins síðan hún kom fram og nú hyllir undir lok málsins. Framkvæmdastjórnin lagði fram fyrir skömmu breytta tillögu sem tók mið af sjónarmiðum sem fram komu við umræðu í Evrópuþinginu í haust og lausn virðist í sjónmáli hvað varðar fjárhagslegar forsendur tillögunnar. Upphafleg tillaga gerði ráð fyrir að um 630 milljónum evra yrði ráðstafað til verkefnisins á tímabilinu 2007 til 2013, en fregnir herma að fjárhæðin hækki í 744 millj. evra. Væntanlega mun stór hluti hins aukna fjármagns renna til jafnréttismála.

Áætlunin skiptist í fimm sviði:

  • Vinnumál, sem ætlað er að styrkja stefnu ESB á sviði vinnumála (21% af fjármagni)
  • Stuðningur við markmið um félagslega velferð og aukna þátttöku jaðarhópa í samfélagi – ætlað að stuðla að framgangi opna samráðsferlisins á þessu sviði (28% af fjármagninu)
  • Bætt vinnuvernd og aukin hollustu á vinnustöðum (8% af fjármagni)
  • Aðgerðir gegn mismunun og leiðir til auka fjölbreytni (23% af fjármagni)
  • Jafnréttismál (8% af fjármagni)

Sérstök stjórnarnefnd skipuð fulltrúum aðildarríkja verður sett á laggirnar til að aðstoða framkvæmdastjórnina við framkvæmd áætlunarunnar. Gert er ráð fyrir því að mismunandi aðilar geti sótt fundina eftir þeim viðfangsefnum áætlunarinnar sem til umfjöllunar eru hverju sinni.

EFTA/EES ríkin eiga þess kost að taka þátt í hinni nýju áætlun. Í dag eru ríkin þátttakendur í flestum þeim verkefnum sem hin nýja áætlun yfirtekur, sem eru eftirfarandi áætlanir:

Lagagrundvöllur fyrir þessa tillögu framkvæmdastjórnarinnar eru greinar 13(2), 129 137(2a) í Rómarsáttmálanum. Búist má við að tillaga þessi verði endanlega samþykkt í október eða nóvember 2006 og framkvæmdastjórnin gerir ráð fyrir því að hefja þá þegar undirbúning að umsóknarferli vegna styrkja á árinu 2007.

Miðað við þá fjárhæð sem virðist vera samstaða um meðal ESB ríkja að verja til áætlunarinnar á tímabilinu 2007 til 2007, mætti reikna með að skuldbinding EES/EFTA ríkjanna yrði um 17,1 milljónir evra, þar af yrði hlutdeild Íslands um 4,5%.Video Gallery

View more videos