Philippe Rotthier Arkitektaverðlaun Evrópu 2011 - ARGOS, Gullinsnið og Studio Granda

Þann 15. október 2011 tók Stefán Örn Stefánsson arkitekt á móti viðurkenningu fyrir hönd arkitektastofanna ARGOS, Gullinssnið og Studion Granda. Viðurkenningin er veitt fyrir endurgerð á sögulegu horni Lækjargötu og Aðalstrætis í miðbæ Reykjavíkur.

Viðurkenningin sem er hluti af Philippe Rotthier Arkitektaverðlaunum Evrópu 2011 er veitt í níunda skipti. Þórir Ibsen, sendiherra, var viðstaddur athöfnina sem fór fram í arkítektasafninu La Loge í Brussel

Sýning á verkum verðlaunahafa og þeirra sem hlutu viðurkenningar mun standa frá 16. október til 20. nóvember 2011 í Architecture Museum - la Loge, Rue de l’Ermitage 86, 1050 Brussel (Bílastæði á Avenue Louise)

Nánari upplýsingar:

www.fondationpourlarchitecture.be

http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-3545/436_read-28723/

Video Gallery

View more videos