Nýr menningarsjóður Póllands og EES/EFTA-ríkjanna

Nýlega var hleypt af stokkunum nýjum menningarsjóði, sem ætlað er að auka samskipti milli Póllands og EES/EFTA – ríkjanna Íslands, Lichtenstein og Noregs. Sjóðurinn mun starfa árin 2008 til 2010 og hafa til ráðstöfunar um 400 millj. kr., sem deilast á starfstímann.

Í reglum sjóðsins er gert ráð fyrir að nær öll verkefni á sviði lista og menningar séu styrkhæf nema þau sem fela í sér fjárfestingar. Aðeins pólskir aðilar geta sótt um styrki en þeir verða að hafa a.m.k. einn samstarfsaðila frá EES/EFTA – ríkjunum í hverju verkefni. Styrkirnir nema frá 900 þús.kr. (10 þús. evrum) til 22,5 millj.kr. (250 þús. evrum) og er heimilt að veita styrki fyrir allt að 90% af heildarkostnaði við verkefnin.

Nýi menningarsjóðurinn er hluti af framlagi þróunarsjóðs EES og norska þróunarsjóðsins til Póllands, skv. sérstökum samningi, sem gerður var milli Evrópusambandsins og EES/EFTA – ríkjanna í tengslum við stækkun sambandsins árið 2004. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Þróunarsjóðs EES, http://www.eeagrants.org/ og síðar einnig á: www.fwk.mkidn.gov.pl

(upplýsingar á pólsku er að finna á www.mkidn.gov.pl).Video Gallery

View more videos