Nýr aðalkjörræðismaður Íslands í Lúxemborg

Utanríkisráðherra hefur skipað Josiane Eippers sem aðalkjörræðismann Íslands í Lúxemborg.  Hún leysir af hólmi Roland Frising sem undanfarin 18 ár hefur unnið óeigingjarnt starf í þágu Íslands og íslendinga sem aðalkjörræðismaður Íslands þar í landi.

Josiane situr í framkvæmdastjórn og er meðstofnandi fyrirtækisins ADT-Center sem sérhæfir sig í mannauðsstjórnun og þjálfun.  Áður starfsaði hún sem framkvæmdastjóri og ráðgjafi á sviði þjálfunnar- og þróunar hjá Alþjóðabankanum í Lúxemborg og sem samhæfingarstjóri þjálfunnar í Evrópu hjá Goodyear SA.

Josiane er stofnmeðlimur FFCEL (Samband kvenna í stjórnunarstörfum í Lúxemborg) , AECL (Evrópusamtaka um þjálfun), kennari við Lúxemborgarháskóla og meðlimur í franska viðskiptaráðinu ásamt að vera varaforseti Inner Wheel Club Diekirch-Ettelbruck.

Nýtt aðsetur aðalræðismanns Íslands er

105, rue de Mamer

L-8081 Bertrange

Luxembourg

Tel: +352 263 151 31

Video Gallery

View more videos