Myndlistarsýning í Lúxemborg

Þann 2. júlí var opnuð sýning Katrínar Friðriks og Guðrúnar Benediktu Elíasdóttur í húsakynnum Fortis banka í miðborg Lúxemborgar.Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra var viðstaddur opnunarathöfnina og ávarpaði sýningargesti. Sýning Katrínar og Guðrúnar stendur í nokkrar vikur. Katrín er fædd 1974, uppalin í Lúxembourg og hefur starfað að listsköpun sinni í Evrópu og Bandaríkjunum. Guðrún Benedikta er fædd 1963 og uppalin á Íslandi og hefur unnið að list sinni einkum á Íslandi auk meginlands Evrópu. Þema sýningarinnar er "Decoding Iceland" þar sem vísað er í íslenska náttúru, hinn mikla kraft, sérkenni landshluta og menningararf. Nánari upplýsingar um listamennina er að finna á heimasíðum þeirra: www.katabox.com og www.rbenedikta.comVideo Gallery

View more videos